AbstractsPsychology

Félagslegur stuðningur og andleg líðan í kjölfar efnahagsþrenginganna á Íslandi 2008: Framsýn ferilrannsókn

by Helga Margrét Clarke 1983




Institution: University of Iceland
Department:
Year: 2013
Keywords: Lýðheilsuvísindi; Félagsleg aðstoð; Félagslegar aðstæður; Streita; Þunglyndi; Heilsufar; Efnahagskreppur; Bankahrunið 2008
Record ID: 1222290
Full text PDF: http://hdl.handle.net/1946/15421


Abstract

Efnahagsþrengingar geta haft fjölþættar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjárhagslegar, líkamlegar, andlegar og félagslegar. Lítið er vitað um áhrif félagslegs stuðnings á samband efnahagsþrenginga og andlegrar heilsu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna breytingar á félagslegum stuðningi frá árinu 2007 (fyrir efnahagsþrengingarnar á Íslandi 2008) til ársins 2009 (í efnahagsþrengingunum) og einnig áhrif félagslegs stuðnings á samband efnahagshrunsins á streitu og þunglyndiseinkenni. Rannsóknin var framsýn ferilrannsókn sem náði til 3621 einstaklings sem svaraði spurningalistanum Heilsa og líðan Íslendinga bæði árið 2007 og 2009 um margvíslega heilsutengda þætti, s.s. upplifaðan félagslegan stuðning, streitu og einkenni þunglyndis. Upplifaður félagslegur stuðningur, bæði traust til nákominna og aðgengi að aðstoð frá nákomnum, var metinn með frumsömdum spurningum. Streita var metin með streitukvarðanum PSS-4 (Perceived Stress Scale) og einkenni þunglyndis með WHO-5 kvarðanum (WHO-five Well-being Index). Félagslegur stuðningur jókst milli 2007 og 2009 [traust: 41.29 - 44.32%; p=0.021 │ hjálp: 45.04 - 48.91%; p=0.001]. Streita [traust: aOR = 1.81; 95% CI 1.15 – 2.85 | hjálp: aOR = 3.13; 95% CI 2.01 – 4.86] og þunglyndiseinkenni [traust: aOR = 1.73; 95% CI 1.27 – 2.35 | hjálp: aOR = 2.05; 95% CI 1.48 – 2.82 ] jukust marktækt meðal þeirra einstaklinga sem höfðu minni félagslegan stuðning árið 2009 samanborið við árið 2007. Þunglyndiseinkenni jukust einnig meðal þess hóps sem hafði lítinn félagslegan stuðning bæði árið 2007 og 2009. Streita jókst einnig meðal þess hóps sem hafði góðan félagslegan stuðning (traust) bæði árið 2007 og 2009. Á hinn bóginn þá var gagnlíkindahlutfall (odds ratio) á þunglyndiseinkennum hærra hjá þeim sem höfðu aukinn félagslegan stuðning (hjálp) milli ára [aOR= 0.71; 95% CI 0.53 – 0.96] en samsvarandi niðurstöður varðandi streitu reyndust ekki marktækar. Niðurstöður þessar benda til þess að upplifaður félagslegur stuðningur hafi aukist í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að breytingar á upplifuðum félagslegum stuðningi í efnahagsþrengingum hafi áhrif á þróun andlegrar vanheilsu, þá sérstaklega þunglyndiseinkenna. Frekari rannsókna er þörf til að kanna langtímaafleiðingar efnahagsþrenginga á andlega heilsu og einnig þátt félagslegs stuðnings í þessu sambandi. An economic crisis has the potential to affect multiple aspects of well-being: financial, physical, psycho-social. Few studies have used individual-level data to prospectively investigate changes in social support in the aftermath of economic crises. This study investigated levels of perceived social support before and after the economic collapse in Iceland in 2008 and its potential modifying role on the association between the economic collapse and mental well-being. A nationally representative prospective cohort of 3621 Icelanders answered the health related questionnaire Health and Well-being of Icelanders in both 2007 and 2009. Perceived social support was measured with two four-item…